Ísak Bergmann til æfinga hjá Ajax

06.02 2017

Ísak Bergmann Jóhannesson hélt í morgun til Hollands þar sem hann mun æfa með hollenska stórliðinu Ajax út vikuna. Ísak Bergmann sem leikur með 3.fl.karla ÍA er fæddur árið 2003. Með honum í för er annar tveggja þjálfara hans, Heimir Eir Lárusson. Heimir mun einnig fylgjast með æfingum hjá liðinu sem hefur á að skipa eitt öflugasta unglingastarf í Evrópu. Það er mikill heiður fyrir Ísak Bergmann og ÍA að hann fái boð til að æfa og skoða aðstæður hjá þessu sögufræga stórliði. 

Til baka