Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn í Lengjubikarnum

20.02 2015

Skagamenn fá íslandsmeistara Stjörnunnar  úr Garðabæ í heimsókn í Lengjubikarnum á laugardagsmorguninn. Leikur fer fram í Akraneshöllinni hefst klukkan 11:15.

Skagamenn byrjuðu mótið vel  með 4:3 sigri gegn Haukum um síðustu helgi.  En Stjörnumenn hófu mótið með 1:1 jafntefli gegn Val.

Búast má við hörkuleik og eru Skagamenn hvattir til þess að mæta í Akraneshöllina og sjá vonandi skemmtilega leik.
 

Til baka