Öruggur sigur gegn BÍ Bolungarvík í æfingaleik

06.02 2015

Skagamenn unnu í kvöld öruggan 3:0 sigur gegn BÍ/Bolungarvík í æfingaleik sem fram fór í Akraneshöllinni.

Gunnlaugur Jónsson þjálfari gaf ungum leikmönnum tækifæri í kvöld.

Staðan í hálfleik var markalaus. Skagamenn voru betri aðilinn en vantaði herslumuninn til þess að skora mörkin.  En þeir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu forystunni fljótlega í hálfleiknum með marki  Ásgeirs Marteinsson, sem skoraði af öryggi eftir fyrirgjöf frá Eggert Kára Karlssyni.  Um miðjan hálfleikinn skoraði Albert Hafsteinsson annað mark Skagamanna með góðu skoti utan vítateigs.  Það var síðan Ásgeir Marteinsson, sem var aftur á ferðinni undir lok leiksins og bætti  við þriðja markinu og sínu öðru í leiknum. Ásgeir snéri  baki í markið þegar hann fékk boltann. Snéri sér á punktinum og afgreiddi hann af öryggi í markið. 

Ásgeir skoraði þarna sín fyrstu mörk fyrir Skagamenn eftir að hann gekk til liðs við liðið fyrr í vetur frá Fram.  En Ásgeir átti mjög góðan leik í kvöld ásamt fleirum ungum og efnilegum leikmönnum. 

Til baka