Þrír ungir og efnilegir leikmenn sömdu við ÍA

05.04 2016

Leikmennirnir Aron Ingi Kristinsson, Guðmundur Sigurbjörnsson og Stefán Teitur Þórðarson gerðu allir tveggja ára samning við KFÍA í gær.

 

Jón Þór Hauksson aðstoðarþjálfari mfl.karla og yfirþjálfari yngri flokka er ánægður með að félagið hafi gert samninga við þessa efnilegu leikmenn. “Þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að fá aukið hlutverk í okkar hóp í vetur og staðið sig vel. Aron Ingi og Stefán Teitur hafa spilað mikið í vetur, bæði í Lengjubikar og Fótbolta.net mótunum auk æfingaleikja og staðið sig virkilega vel. Guðmundur er markvörður 2.flokks karla og hefur bætt sig mikið undir handleiðslu markmannsþjálfara liðsins Guðmundar Hreiðarssonar”

 

Aron Ingi Kristinsson fæddur ´98 er vinstri bakvörður og hefur verið í æfingahóp fyrir U-19 landslið Íslands í vetur.

Stefán Teitur Þórðarson fæddur ´98 er sóknarmaður og hefur verið í æfingahóp fyrir U-19 landslið Íslands í vetur.

Guðmundur Sigurbjörnsson fæddur ´98 er markvörður. Guðmundur hefur verið viðloðandi mfl.karla síðan 2013.

Til baka