Af U-17 ára landsliði kvenna

16.07 2016

Eins og við sögðum frá fyrir mánuði síðan fóru Skagastúlkurnar Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir með U17 ára landsliði kvenna til Noregs að keppa á Norðurlandamóti um síðustu mánaðamót. 

 

Fyrst var leikið gegn Danmörku. Ísland vann 4-2 sigur í leiknum. Bergdís Fanney var í byrjunarliðnu en Fríða átti einnig innkomu seint í leiknum. Niðurstaðan í öðrum leiknum var 4-2 tap fyrir norsku stelpunum. Okkar stelpur voru ekki í byrjunarliðinu en Bergdís kom inná á 49. mínútu.  Síðasti leikurinn í riðlinum var 1-1 jafntefli gegn Frakklandi. Þar voru okkar stúlkur báðar í byrjunarliðinu. Riðillinn virðist hafa verið frekar jafn þar sem Ísland endaði í 3. sæti með 4 stig en Noregur og Frakkland í sætunum fyrir ofan með 5 stig hvort. 

 

Í framhaldinu mættu íslensku stelpurnar þeim finnsku í leik um 5. sætið á mótinu. Íslenska liðið vann 4-0 sigur í leiknum, Bergdís og Fríða komu báðar inná sem varamenn og Bergdís skoraði þar að auki síðasta mark Íslands í leiknum. 

Til baka