Af U17 ára landsliði karla

29.09 2015

Síðastliðinn sunnudag, 27. september, lauk keppni í riðli Íslands í undankeppni EM2016 hjá U17 ára landsliði karla, en leikið var hér á Íslandi.

 

Strákarnir fóru vel af stað og unnu 5-0 sigur á Kasakstan. Næsti leikur var gegn Grikkjum og endaði hann með jafntefli, 1-1. Ísland var því í góðri stöðu á toppi riðilsins með 4 stig, jafnmörg og Danir en betra markahlutfall. Lokaleikurinn gegn Dönum tapaðist hins vegar 2-0 og þar með féll íslenska liðið niður í 3. sæti riðilsins og missti í leiðinni af öruggu sæti í í næstu umferð keppninnar. Það er þó ennþá smávegis möguleiki þar sem fimm 3. sætis lið komast áfram, en það er ekki víst að það skýrist fyrr en í lok október þegar allir undanúrslitariðlarnir hafa verið leiknir.

 

Fulltrúi okkar Skagamanna, Arnór Sigurðsson, kom inná sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum liðsins en lék allan leiktímann í þriðja leiknum. Hvernig sem á það er litið voru þessir leikir gott innlegg í reynslubanka Arnórs, við erum stolt af stráknum og trúum því að hans bíði mörg mikilvæg verkefni í framtíðinni bæði fyrir landslið og ÍA.

Til baka