Ágæti félagsmaður og aðrir stuðningsmenn

10.04 2015

Nú höfum við sent af stað til ykkar greiðsluseðil fyrir félagsgjöldum 2015 ásamt fréttabréfi frá formanni aðalstjórnar, Magnúsi Guðmundssyni. Einnig hefur verið stofnuð valfrjáls krafa í heimabankanum.  Við biðjum þig að bregðast vel við og greiða kröfuna, saman gerum við gott félag betra.


Ef þú ert félagsmaður sem einhverra hluta vegna hefur ekki fengið greiðsluseðil eða stuðningsmaður sem vilt gerast félagsmaður og styrkja félagið í leiðinni máttu senda upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang á netfangið skrifstofa@kfia.is.


Með þökk fyrir stuðninginn,
Haraldur Ingólfsson, framkvæmdastjóri KFÍA

Til baka