Ágætur árangur yngri flokka ÍA í sumar

30.09 2015

Árangur yngri flokka ÍA á mótum á árinu var með ágætum og náðust mörg góð úrslit. 

 

2.fl kvenna

Stelpurnar stóðu sig mjög vel í sumar. Þær enduðu í 2. sæti B-riðils og komust í undanúrslit í bikarkeppninni. Þjálfari liðsins er Ágúst Hrannar Valsson.

 

2.fl karla

Liðið stóð sig virkilega vel og endaði í 3. sæti A-riðils og B liðið endaði í 4. sæti í sínum riðli. Strákarnir komust svo í undanúrslit í bikarkeppninni. Þjálfarar liðsins eru Sigurður Jónsson og Lúðvík Gunnarsson.

 

3.fl kvenna

Stelpurnar stóðu sig frábærlega og enduðu í 1. sæti B-riðils og komust upp í A-riðil ásamt því að komast í undanúrslit í bikarkeppninni. Þjálfari liðsins í sumar var Þorsteinn Gíslason.

 

3.fl karla

Strákarnir stóðu sig ágætlega í sumar. Þeir enduðu í 6. sæti B-riðils og B liðið í flokknum endaði í 8. sæti í sínum riðli. Þjálfarar liðsins eru Elínbergur Sveinsson og Heimir Eir Lárusson.

 

4.fl kvenna

Liðið var með viðunandi árangur en þær enduðu í 7. sæti A-riðils og áttu marga góða kafla í sumar. Þjálfari liðsins í sumar var Ágúst Hrannar Valsson.

 

4.fl karla

Strákarnir voru með framúrskarandi árangur í sumar. Þeir enduðu í 1. sæti B-riðils og komust upp í A-riðil. B liðið endaði í 1. sæti í sínum riðli og C liðið endaði í 1. sæti í sínum riðli. Öll liðin komust í úrslitakeppni þar sem strákarnir stóðu sig með sóma. Þjálfarar liðsins eru Sigurður Jónsson og Guðjón Heiðar Sveinsson.

 

5.fl kvenna

Stelpurnar stóðu sig vel í sumar en liðið endaði í 3. sæti í B-riðli og átti marga góða leiki. B liðið endaði í 4. sæti í sínum riðli og C liðið liðið endaði í 4. sæti í sínum riðli. Þjálfari liðsins er Kristín Ósk Halldórsdóttir. 

 

5.fl karla

Strákarnir stóðu sig ágætlega í sumar.  Þeir enduðu í 9. sæti í A-riðli, B liðið endaði í 7. sæti í sínum riðli. C liðið endaði í 11. sæti í sínum riðli. Að lokum endaði D liðið í 4. sæti í sínum riðli. D liðið komst í úrslitakeppnina og strákarnir stóðu sig með prýði. Þjálfari liðsins í sumar var Hjálmur Dór Hjálmsson.
 

Að auki spiluðu 6.fl karla og kvenna í Pollamóti og Hnátumóti KSÍ í sumar þar sem árangurinn var ágætur og okkar iðkendur voru félaginu til sóma. 7.fl karla tók þátt í Norðurálsmótinu með góðum árangri auk þess sem 7.fl kvenna tók þátt í mótinu sem gestalið og stóðu stelpurnar fyrir sínu þar sem endranær.

 

Einnig væri hægt að nefna hér fjölda móta sem okkar iðkendur hafa tekið þátt í á árinu en í öllum þessum mótum stóðu þau sig með sóma og megum við vera stolt af þessum frábæru krökkum. Við viljum nota tækifærið og þakka þeim fyrir frábært samstarf og góða ástundun.
 

Að endingu má minnast á að á heimasíðunni má finna heimasíður yngri flokka félagsins undir flokkar og þar er hægt að leita upplýsinga og annars efnis hjá hverjum flokki.

Til baka