Akraneshöllin um helgina

11.03 2016

Fyrsti leikur helgarinnar verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20:00 á milli Snæfells og KFG í Lengjubikarnum.

 

Lengjubikarinn heldur svo áfram á morgun, en kl. 13:00 taka stelpurnar okkar á móti FH stelpum. Það er ljóst að um erfiðan leik verður að ræða en ÍA hefur aðeins unnið tvær af síðustu tíu viðureignum liðanna en það verður a.m.k. ekki kvartað undan markaþurrð í leikjum þessara liða, að meðaltali 3,8 mörk í leik!  Auk þess eigum við hlýjar minningar frá síðasta sigurleik gegn þeim sem sá okkar stelpur lyfta bikar sem Íslandsmeistarar 1. deildar OG nýjum leik fylgja ný tækifæri!

 

Annar leikur helgarinnar í Lengjubikar karla fer fram kl. 15:00 en þar mætast Kormákur/Hvöt og KH.

 

Á sunnudaginn tekur 3. flokkur karla hjá ÍA á móti Breiðabliki í Faxaflóamótinu. A-liðin leika kl. 13:00 en B-liðin kl. 14:30. Fyrir leikina er A-lið ÍA í neðsta sæti síns riðils en Breiðablik í efsta sætinu. Skagamenn hafa þó leikið 2 leikjum minna. Svipuð staða er uppi hjá B-liðunum, þar er ÍA í næstneðsta sætinu en Breiðablik einnig á toppnum. 

 

Í síðasta leik sunnudagsins tekur 2.flokkur kvenna hjá ÍA á móti Valsstúlkum. Sá leikur er einnig í Faxaflóamótinu. Skagastelpur eru fyrir leikinn í 5. sæti riðilsins en Valur situr í toppsætinu.

 

Gleðilega fótboltahelgi og Áfram ÍA!

Til baka