Albert og Þórður framlengja samninga sína við ÍA
22.05 2015Hinir ungu og efnilegu leikmenn Albert Hafsteinsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson skrifuðu í dag undir nýjan samning við ÍA sem gildir til ársloka 2017. Báðir hafa þeir vaxið mikið sem leikmenn á undirbúningstímabilinu og unnið sér sæti í byrjunarliðinu á síðustu vikum. Það er því mikið ánægjuefni að hafa framlengt samninga þessara uppöldu Skagastráka um 2 ár og bindur félagið miklar vonir við þá í framtíðinni.
Meðfylgjandi mynd var tekin af Alberti, Þórði og Haraldi Ingólfssyni, framkvæmdastjóra KFÍA, eftir undirritun samninga í hádeginu í dag.