Andri Júlíusson gengur tímabundið í raðir ÍA

28.07 2014

Andri Júlíusson hefur gengið til liðs við ÍA, en hann hefur verið á mála hjá 3.deildar liðinu Staal í Noregi undanfarin misseri. Andri hefur æft með ÍA undanfarnar vikur, og hefur staðið sig vel og ákvað því Gunnlaugur Jónsson þjálfari að taka Andra inní leikmannahópinn tímabundið, eða þangað til hann stefnir aftur til Noregs í lok ágúst. Við hjá heimasíðu KFÍA bjóðum Andra hjartanlega velkominn aftur í gula búninginn.

Til baka