Anna Evans og Jaclyn Poucel til ÍA
06.01 2016ÍA hefur samið við tvo bandaríska leikmenn fyrir komandi átök í Pepsideild kvenna. Anna Evans er 23 ára öflugur framherji sem lék með Colorado Rapids 2012-2014 en hún lék með Rävåsens IK í sænsku 1.deildinni síðasta sumar. Jaclyn Poucel er 22 ára sterkur og vel spilandi varnarmaður sem lék með Chancellor Angels í USA á síðasta ári en þar á undann í háskólaboltanum með University of Pittsburgh. Við væntum mikils af þessum leikmönnum en báðar koma þær til landsins í mars og taka þátt í lokaundirbúningi liðsins fyrir Pepsideildina.