Arnar Már var maður leiksins gegn ÍBV

24.07 2016

Eins og við höfum þegar komið inná vann meistaraflokkur karla hjá ÍA mikilvægan sigur á ÍBV í Pepsideildinni í kvöld. Með sigrinum heldur liðið sér í efri hluta deildarinnar, eða í fimmta sætinu.
 

Arnar Már Guðjónsson var valinn maður leiksins að þessu sinni og hlaut hann að launum listaverk eftir Ernu Hafnes. Listakonan er fædd og uppalin hér á Skaganum og fór í nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í framhaldinu lauk hún námi í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Erna hefur haldið fjölda sýninga og var valin bæjarlistamaður Akraness árið 2014. Við þökkum Ernu Hafnes kærlega fyrir hennar framlag.
 

Á myndinni má sjá listakonuna afhenda Arnari Má Guðjónssyni myndina en með þeim á myndinni er Magnús Guðmundsson, stjórnarformaður Knattspyrnufélags ÍA.

Til baka