Arnór í landsliðsverkefni

19.02 2016

Arnór Sigurðsson hefur verið valinn í U17 ára landslið karla sem mun leika tvo æfingaleiki gegn Skotum í næstu viku, 23. og 25. febrúar. Segja má að leikirnir séu liður í undirbúningi fyrir þátttöku liðsins í milliriðli EM2016 en hann verður leikinn í Frakklandi 29. mars - 3. apríl næstkomandi. Andstæðingar Íslands þar verða Austurríki, Frakkland og Grikkland.

 

Við óskum Arnóri til hamingju með valið.

Til baka