Arnór valinn í U17 landsliðið

17.03 2016

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson hefur verið valinn í lokahóp U17 landsliðs karla sem mun taka þátt í milliriðlum fyrir EM2016. Riðillinn fer fram í Frakklandi 29. mars -3. apríl en í næstu viku, 21.-24. mars verður liðið við æfingar hér heima á Íslandi.

 

Leikir liðsins verða sem hér segir:

29.3 kl. 18:30 að staðartíma Austurríki - Ísland

31.3 kl. 18:30 að staðartíma Frakkland - Ísland

3.4 kl. 15:00 að staðartíma Ísland - Grikkland

 

Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og efsta lið riðilsins ásamt þeim sjö liðum í öðru sæti sem náð hafa bestum árangri komast áfram í lokakeppnina sem verður haldin í Azerbaijan í maí. 

 

Við óskum Arnóri til hamingju með valið og munum fylgjast spennt með gengi hans og liðsins í heild í Frakklandi. Áfram Ísland!

Til baka