Aron Ingi valinn í landsliðið

24.08 2016

Enn fjölgar þessum ánægjulegu fréttum hjá okkur en nú hefur Aron Ingi Kristinsson verið valinn í U19 ára landslið karla sem fer til Wales í landsleikjahléinu og leikur þar tvo æfingaleiki við heimamenn, 4. og 6. september næstkomandi.

 

Þetta eru einnig fyrstu landsleikir Arons Inga en hann er einn þeirra ungu Skagamanna sem hefur verið að fá tækifæri með meistaraflokki karla í Pepsideildinni í sumar, en hann hefur komið við sögu í 6 leikjum. 

 

Við óskum Aroni Inga til hamingju með tækifærið, við trúum því að hann nýti það vel og verði sjálfum sér og félaginu til sóma.

Til baka