Arsenij Buinickij
10.02 2015Framherjinn Arsenij Buinickij , sem nýlega gekk til liðs við Skagamenn er 29 ára og fæddur í Litháen, og hefur leikið allan sinn feril þar í landi fyrir utan hálft ár að láni hjá liði Eistlandi.
Hann hélt síðan til Akureyrar og lék með KA á síðasta ári. Hann stóð sig vel þar og skoraði 10 mörk fyrir KA menn síðasta sumar.
Hann hóf feril sinn hjá Litháska 2. deildar liðinu Alytaus FK Dainava. Með liðinu lék hann alls 48 leiki með meistaraflokki félagsins og skoraði hvorki meira né minna en 28 mörk fyrir liðið í þessum leikjum.
Þetta vakti athygli úrvalsdeildarliðsins Ekranas sem fékk hann til liðs við sig árið 2012 og lék hann með liðinu í tvö ár, alls 44 leiki og skoraði 18 mörk
Hann var síðan lánaður til Eistlands og lék þar með úrvalsdeildarliðinu Levadia. Þar lék hann 8 leiki og skoraði 2 mörk.
Þá lá leiðin til Íslands í fyrra þegar hann gerði samning við KA frá Akureyri eins og áður sagði. Hann lék alls 21 leik með norðanmönnum og skoraði 10 mörk. Þar af eitt mark gegn Skagamönnum í lokaleik íslandsmótsins s.l. haust í 2:2 jafntefli á Aureyri
Nú er hann mættur á Skagann og á vonandi eftir að reynast liðinu góður liðsstyrkur.