Ársmiðasalan 2016

26.04 2016

Ársmiðasalan er að hefjast á skrifstofu félagsins og við hvetjum alla Skagamenn til að fjárfesta í ársmiða og styðja þannig við stelpurnar, strákana og félagið okkar. Miðarnir verða tilbúnir til afhendingar frá og með mánudeginum 2. maí næstkomandi.

Miðaverð á leikina í Pepsideild kvenna í sumar er kr. 1.500 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.  Miðaverð á leikina í Pepsideild karla í sumar er kr. 1.500 fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn 12-15 ára. Að vísu munu þeir sem eru að æfa hjá ÍA og mæta í "gulu-peysunni", sem verður dreift til iðkenda í maí fá frítt á völlinn í sumar. Hér að neðan má sjá þau tilboð sem eru í gangi en að vanda munum við bjóða uppá Gull-, Silfur- og Bronsmiða á leikina hjá strákunum og ársmiða á leikina hjá stelpunum, en einnig verða tvær nýjar leiðir í boði.

 

Kvennagull - Ársmiði í Pepsideild kvenna:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild kvenna.
• Verð 8.000.-


Ársmiðar í Pepsideild karla:


Brons:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
• Verð: 12.000 kr.
• Brons ársmiði + ársmiði í Pepsideild kvenna 17.000 kr.

Silfur:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
• Kaffi og meðlæti í hálfleik.
• Verð: 20.000 kr.
„ÍA-málið“ fylgir með silfurmiðanum á meðan birgðir endast.
Silfur ársmiði + Kvennagull 25.000 kr.

Gull:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
• Hamborgari og gos í hátíðasalnum fyrir leik.
• Kaffi og meðlæti í hálfleik.
• Takmarkað magn miða (hámark 50 miðar á ári)
• Verð: 40.000 kr.
„ÍA-málið“  og „ÍA-trefill“  fylgja með Gullmiðanum á meðan birgðir endast.
Hægt er að skipta greiðslunni fyrir þessa leið í tvennt ef greitt er með kreditkorti.
Ef keyptir eru tveir gullmiðar á sama heimili 25% afsláttur af seinni miðanum
Gull ársmiði + Kvennagull 45.000 kr.

 

Ársmiðar í Pepsideildina (bæði karla og kvenna)

Skagahjartað:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla og kvenna
• Stuðningsmannaskírteini með nafni og mynd
• Kaffi í hálfleik í vallarsjoppunum gegn framvísun skírteinis
• Fréttabréf í tölvupósti fyrir alla heimaleiki
• 20% afsláttur af mat á Vitakaffi á leikdag (fyrir korthafa)
• 10% afsláttur í nýju Errea-búðinni í Kópavogi (gildir ekki með öðrum tilboðum)
• Réttur til að kaupa miða á lokahóf Knattspyrnufélags ÍA ef húsrúm leyfir (1 miði á mann)
• Verð: 22.000 kr.
      ÍA-hettupeysa fylgir með á meðan birgðir endast

 

Unglingakort (13-15 ára)
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla og kvenna
• ÍA-trefill fylgir með á meðan birgðir endast
• Verð: 4.500 kr.

 

Miðasala er á skrifstofu KFÍA, einnig er hægt að panta miða á skrifstofa@kfia.is eða í síma 433-1109.

Einnig bjóðum við upp á nýja leið þar sem hægt verður að kaupa ársmiða í gegnum Nóra kerfið og greiða með kreditkorti næstu tvær vikurnar. 5% afsláttur er veittur af miðum sem keyptir eru í gegnum Nóra. Kaupandi fær svo tilkynningu í tölvupósti þegar árskortið er tilbúið á skrifstofu félagsins.


Opnunartími skrifstofu mán-föstudaga 9-15.
Allir á völlinn - styðjum stelpurnar og strákana.
Áfram Skagamenn!!!

Til baka