Ársmiðasalan er hafin á skrifstofu félagsins
28.04 2015Ársmiðasalan er hafin á skrifstofu félagsins og við hvetjum alla Skagamenn til að fjárfesta í ársmiða og styðja þannig við stelpurnar, strákana og félagið okkar. Miðaverð á leikina í 1.deild kvenna í sumar er kr. 1.000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Miðaverð á leikina í Pepsideild karla í sumar er kr. 1.500 fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn 12-15 ára. Að vísu munum þeir sem eru að æfa hjá ÍA og mæta í "gulu-peysunni", sem verður dreift til iðkenda í maí fá frítt á völlinn í sumar.
Hér að neðan má sjá þau tilboð sem eru í gangi en að vanda munum við bjóða uppá Gull-, Silfur- og Bronsmiða á leikina hjá strákunum og Ársmiða á leikina hjá stelpunum.
Ársmiði í 1. deild kvenna:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í 1. deild kvenna.
• Stuðningsmannafundur á hverju ári með þjálfara, leikmönnum og stjórn.
• Verð 7.000.-
Ársmiðar í Pepsideild karla:
Brons:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
• Stuðningsmannafundur á hverju ári með þjálfara, leikmönnum og stjórn.
• Verð 11.000.-
• Brons ársmiði + ársmiði í 1. deild kvenna kr. 16.000.-
Silfur:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
• Kaffi og meðlæti í hálfleik.
• Stuðningsmannafundur á hverju ári með þjálfara, leikmönnum og stjórn.
• Verð 20.000.-
„ÍA-málið“ fylgir með silfurmiðanum á meðan birgðir endast.
Silfur ársmiði + ársmiði í 1. deild kvenna kr. 25.000.-
Gull:
• Ársmiði gildir á alla heimaleiki í Pepsideild karla.
• VIP í Bikarsalnum á Jaðarsbökkum fyrir leiki, með öllu tilheyrandi. Þjálfarinn/framkvæmdarstjórinn fer yfir leikinn, tölfræðin og sagan skoðuð. Fyrrum og núverandi leikmenn, aðalstyrktaraðilar og fleiri mæta á svæðið.
• Kaffi og meðlæti í hálfleik.
• Takmarkað magn miða (hámark 50 miðar á ári)
• Stuðningsmannafundur á hverju ári með þjálfara, leikmönnum og stjórn.
• Verð 40.000.-
„ÍA-málið“ og „ÍA-húfa“ fylgja með Gullmiðanum á meðan birgðir endast.
Gull ársmiði + ársmiði í 1. deild kvenna kr. 45.000.-
Miðasala er á skrifstofu KFÍA, einnig er hægt að panta miða á skrifstofa@kfia.is eða í síma 433-1109.
Opnunartími skrifstofu mán-föstudaga 9-15.
Allir á völlinn - styðjum stelpurnar og strákana.
Áfram Skagamenn!!!