Askja og KFÍA áfram í samstarfi

07.07 2015

Knattspyrnufélag ÍA og Bílaumboðið Askja, KIA á Íslandi, hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til 3ja ára.  Askja hefur í mörg ár verið einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnunnar á Akranesi og er það félaginu mikið ánægjuefni að svo sé áfram.  Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, er einnig ánægður með samstarfið við KFÍA og væntir mikils af því í framtíðinni.  „Samstarfið við ÍA hefur verið gott og farsælt.  Félagið er á réttri leið í uppbyggingarstarfsemi og með góðu yngri flokka starfi karla og kvenna þá er það okkur ánægja að halda áfram samstarfi við Knattspyrnufélag ÍA“ segir Jón Trausti.  

Meðfylgjandi mynd var tekin eftir að samningurinn var undirritaður en á henni eru Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður KFÍA.

Til baka