Atli Albertsson lánaður til Aftureldingar
30.07 2014Skagamenn hafa lánað Atla Albertsson til Aftureldingar en Atli sem er samningsbundinn ÍA var á láni hjá Kára fyrri hluta þessa tímabils. Atli hefur staðið sig vel með Kára á tímabilinu og skorað 11 mörk í 9 leikjum en mun núna spila með Mosfellsbæjar liðinu sem vegnað hefur ágætlega það sem af er þessu tímabili í 2. deildinni en þeir eru þar staðsettir í 6 sætinu með 18. stig.