Bergdís Fanney skorar fyrir U17 í Finnlandi
10.05 2016Eins og við höfðum áður sagt frá hafa þær Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir verið við keppni fyrir hönd U17 landsliðsins á UEFA móti í Finnlandi undanfarna daga, en hefur nú lokið keppni.
Í fyrsta leiknum, gegn Svíum, komu Skagastúlkurnar inná á 57. mínútu í 3-1 tapi. Þær voru svo báðar í byrjunarliðinu gegn Finnum í öðrum leik, en sá leikur tapaðist einnig, 4-2.
Síðasti leikurinn á mótinu var gegn Rússum og fór fram snemma í morgun. Fríða var á bekknum þennan leik en Bergdís Fanney lék fyrstu 62 mínúturnar og skoraði lokamark Íslands í 5-2 stórsigri. Þarna kom fyrsta landsliðsmark Bergdísar en við höfum fulla trú á að þau eigi eftir að verða fleiri í framtíðinni.
Við óskum Bergdísi Fanney til hamingju með markið og stúlkunum báðum til hamgingju með þátttökuna í mótinu, það er alveg ljóst að þarna hafa þær náð sér í mikilvæga reynslu.