Bergdís Fanney valin í landsliðið
12.10 2016Um næstu mánaðamót eða 24. október til 1. nóvember heldur U17 ára landslið kvenna til Írlands og tekur þar þátt í undankeppni fyrir EM2017. Okkar stúlkur leika þar í riðli með Hvítrússum, Færeyingum og að sjálfsögðu Írum. Leikdagar eru 26. október, 28. október og 31. október. Efstu tvö liðin í riðlinum og í mesta lagi 2 bestu liðin úr þriðja sæti komast svo áfram í milliriðil.
Frá ÍA hefur Bergdís Fanney Einarsdóttir verið valin til að taka þátt í undankeppninni. Þrátt fyrir ungan aldur kom Bergdís Fanney við sögu í 16 leikjum hjá meistaraflokki kvenna, en hún lék einnig 6 leiki með 2. flokki kvenna og skoraði þar 4 mörk. Hún var einnig valin efnilegasti leikmaður bæði meistaraflokki og 2. flokki á uppskeruhátíð félagsins nú í byrjun mánaðarins.
Við óskum Bergdísi Fanney til hamingju með valið og trúum því að hún verði sjálfri sér og félaginu til mikils sóma.