Berglind Hrund á láni til ÍA
09.01 2015ÍA og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um að markvörðurinn Berglind Hrund Jónasdóttir, leikmaður Stjörnunnar, verði lánuð til ÍA í vorleikjunum sem eru framundan, bæði í Faxaflóamótinu og Lengjubikarnum. Berglind Hrund var varamarkvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar og spilaði 1 leik í Pepsideildinni síðasta sumar. Hún á að baki 8 U-19 landsleiki og 14 U-17 landsleiki. Við bjóðum Berglindi Hrund velkomna á Skagann og vonum að vera hennar hér muni bæði gagnast liðinu og henni sjálfri. Hennar fyrsti leikur verður strax í kvöld gegn Selfossi í Akraneshöllinni kl. 20:00.