Boltinn á Skaganum um helgina

02.09 2016

Nú um helgina mun fara fram úrslitakeppni A-liða hjá 4. flokki karla hér á Skaganum.  Okkar strákar enduðu í 2. sæti síns riðils, einu stigi á eftir toppliði HK,  og munu mæta sameinuðu liði Tindastóls/Hvatar/Kormáks í dag, föstudaginn 2. september, kl. 17:00. Á morgun kl. 12:00 munu þeir leika gegn FH og að lokum Aftureldingu á sunnudag kl. 12:00.

 

2. flokkur kvenna verður einnig í eldlínunni, en í dag kl. 18:00 taka þær á móti sameinuðu liði Þórs/KA/Hamranna og á sunnudaginn kl. 15:00 kemur HK/Víkingur í heimsókn. Þarna er um að ræða efstu tvö lið deildarinnar og því ljóst að um erfiða leiki verður að ræða.

 

Áfram ÍA

Til baka