Skagamenn fagna marki gegn KV, síðast þegar liðin áttust við

Borgunarbikar karla: ÍA - KV á Norðurálsvellinum í kvöld

25.05 2016

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 25. maí, tekur ÍA á móti KV á Norðurálsvellinum í Borgunarbikar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15. 

 

Aðeins eru til tvær skráðar viðureignir milli félaganna. Þær voru báðar í 1. deildinni sumarið 2014 en þá var ekki hægt að segja að heimavöllurinn hefði mikið vægi þar sem leikurinn á Norðurálsvellinum tapaðist en útileikurinn vannst.

 

En eins og við vitum öll þá eru allr bikarleikir úrslitaleikir. Mætum því öll á völlinn og styðjum strákana til sigurs.

 

Áfram ÍA!

Til baka