Cathrine Dyngvold til liðs við ÍA
15.07 2016Norski framherjinn Cathrine Dyngvold er gengin til liðs við ÍA. Cathrine er 27 ára gömul og hefur leikið með Kopparbergs/Göteborg FC í sænsku úrvalsdeildinni og áður með úrvalsdeildarliðinu Klepp í Noregi. Hún mun styrkja sóknarleik liðsins og mun hjálpa stelpunum að ná markmiði sínu um að halda sæti sínu í efstu deild.