Dregið í Borgunarbikarnum
21.05 2015Núna í hádeginu var dregið í Borgunarbikarnum í höfuðstöðvum KSÍ en Skagamenn fengu heimaleik gegn liði Fjölnismanna.
Mfl kvenna ÍA muna mæta liði Þórs/KA í Borgunarbikar kvenna og mun lið Kára fara austur á firði og mæta liði Fjarðabyggðar.
Leikirnir munu fara fram 2. og 3. júní næstkomandi.