“Ekkert annað en sigur er á dagskrá hjá okkur”

09.07 2015

Næstkomandi sunnudag  leika Skagamenn gegn liði Eyjamanna á Norðurálsvellinum. Þarf ekki að orðlengja það að leikurinn er afar mikilvægur báðum liðum.  Skagamenn eru staðráðnir í því  að gefa allt í leikinn og tryggja sér stigin þrjú á heimavelli.

Að þessum leik loknum er keppni í Pepsídeildinni hálfnuð.  Við heyrðum í Gunnlaug Jónssyni þjálfara  og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar um stöðu mála í herbúðum meistaraflokks.

Hvernig er staðan með Garðar Gunnlaugsson. Verður hann tilbúinn í leikinn gegn ÍBV ?

  „Staðan á Garðari lofar mjög góðu. Hann er búinn að æfa með liðinu í rúma viku og að öllu óbreyttu verður hann í leikmannahópnum á sunnudaginn“ sagði Gunnlaugur

Gunnar Kristjánsson, sem áður lék m.a. með KR, FH og KV hefur æft með Skagamönnum að undanförnu . Verður samið hann ?

„Það er óljóst hvort við semjum við hann. En það mun líklega koma í ljós strax eftir helgi“

Nú opnar hinn svokallaði leikmannagluggi þann 15.júlí n.k.  Mun leikmannahópurinn verða styrktur fyrir átökin sem framundan eru ?

„Það gengur á ýmsu á okkar litla markaði á Íslandi og eru flest lið að reyna að styrkja sig. Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. En það er alltaf eitthvað að koma upp og því gæti það alveg gerst að við myndum jafnvel styrkja hópinn. En það er ekkert ráðið í þeim efnum ennþá.


Að lokum, hvernig leggst leikurinn mikilvægi gegn Eyjamönnum á sunnudaginn í þig ?

„Það eru allir heilir fyrir leikinn fyrir utan Sindra Snæfells, sem ekki hefur getað æft í vikunni.  Það er langt síðan að staðan hefur verið svona góð varðandi meiðsli leikmanna.“ Sagði Gunnlaugur.
„Árni Snær er allur að koma til og verður hann klár í slaginn gegn ÍBV. Eyjamenn hafa verið sannfærandi á síðustu vikum og verkefnið er verðugt sem bíður okkar.  Við komum klárir í þennan leik og ætlum okkur sigur.“

Til baka