EM framlagi til Knattspyrnufélags ÍA ráðstafað til framfaraverkefna

18.08 2016

Iðkendur í Knattspyrnufélagi ÍA eru nú um 530 talsins á breiðu aldursbili og er starfsemin í miklum blóma eins og mörg undanfarin ár. Skagamenn gera miklar kröfur um að eiga knattspyrnulið í fremstu röð á Íslandi og krafan er einnig rík um að byggja á heimamönnum þar sem öflugt barna og unglingastarf er undirstaðan.

 

Á grundvelli framagreinds og þeirrar stefnu sem Knattspyrnufélag ÍA starfar eftir ákvað stjórn félagsins þann 11. ágúst síðastliðinn að svökölluðu EM framlagi frá KSÍ yrði ekki varið til rekstrar heldur í sérstök framfaraverkefni á næstu árum. Framlagið er samtals um 17 milljónir króna. Vinnuhópur innan félagsins vinnur að tillögugerð í þessum efnum.

 

Knattspyrnufélag ÍA ætlar að virða uppruna EM fjármuna og beina þeim í verkefni sem eru til þess fallinn að efla yngri iðkenndur og með því auka líkurnar á því að enn fleiri afreksmenn skili sér úr því góða starfi sem fram fer hjá félaginu.

 

f.h. Knattspyrnufélags ÍA

Magnús Guðmundsson formaður

Til baka