Erfiður lokakafli í tapi gegn Blikum á Faxaflóamóti kvenna

17.01 2015

Þegar stundafjórðungur var til leiksloka í leik Breiðabliks gegn ÍA í Fífunni í morgun  á Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna  var staðan 2:2 gegn Pepsideildarliði Blika. En Þórður þjálfari gerði alls sex breytingar á liðinu í síðari hálfleik og það sagði til í lokin þegar Blikar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu  6:2.

Þórður sagði eftir leikinn að þrátt fyrir tapið væri hann mjög ánægður með frammistöðu stelpnanna lengst af leiks. Staðan hefði verið 1:1 í hálfleik og svo eins og áður sagði 2:2 þegar stundafjórðungur var til leiksloka.  En hann hefði viljað gefa sem flestum tækifæri í leiknum, um það snérust æfingaleikir að leikmenn öðlist reynslu.  Þetta færi bara í reynslubankann hjá stelpunum.

Mörkin skoruðu þær Eyrún Eiðsdóttir og Aldís Heimisdóttir.

Til baka