Faxaflóamót kvenna:  Unnur Ýr með tvö mörk í 2:2 jafntefli gegn Aftureldingu.

31.01 2015

Meistaraflokkur kvenna gerði  2:2 jafntefli í gærkvöldi við efstudeildarlið Aftureldingar á Faxaflómóti kvenna í leik sem fram fór í Akraneshöllinni.

Að sögn Þórðar Þórðarsonar þjálfara léku stelpurnar vel í leiknum í gærkvöldi og hefðu auðveldlega getað náð að landa sigrinum ef þær hefðu náð að nýta færi sín í leiknum.

Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði bæði mörk Skagastelpna í leiknum.  Skaginn náði forystunni  1:0 strax á 9. mínútu eftir mjög góða sókn og snyrtilega afgreiðslu  Unnar Ýr. 
Gestirnir úr Mosfellsbænum komu inn í leikinn eftir þetta og náðu að skora tvívegis fyrir leikhlé og leiddu 1:2 í hálfleik.Voru bæði mörk þeirra af ódýrari gerðinni.

En Skagastelpur mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn 2:2 á 60.mínútu og eins áður sagði þá var Unnur Ýr aftur á ferðinni.
Lokakaflann fengu Skagastelpurnar nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta.  En eigi að síður góð frammistaða hjá stelpunum.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Aníta Sól - Birta - Hulda Margrét og Alex Bjarka í vörninni
Gréta og Bryndís Rún á miðjunni
Unnur Ýr og Emilía á köntunum
Maren og Eyrún frammi

Í hálfleik gerði Þórður 4 breytingar:
Emilía, Hulda, Aníta og Eyrún fóru útaf og Eva María, Ella, Valdís og Aldís Ylfa komu inná.

Í seinni hálfleik gerðir Þórður 3 breytingar til viðbótar. Maren, Unnur Ýr og Alex fóru útaf og inná komu Heiður, Unnur Elva og Sandra Ósk.


Næsti leikur stelpnanna er föstudaginn 13. febrúar á heimavelli gegn FH.

Til baka