Glæsilegur árangur hjá 5.fl.karla

Faxaflóamóti lokið - Íslandsmót að hefjast í öllum flokkum

19.05 2016

2.fl.karla: A-liðið lenti í 6.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. Liðið hefur leikið einn leik í Íslandsmóti þegar þeir töpuðu 2-1 gegn liði Fjölnis. Stefán Teitur skoraði mark ÍA í leiknum. B-liðið endaði í 3.sæti í sínum riðli í Faxaflóamótinu. Í fyrsta leik í Íslandsmóti tapaði liðið 5-2 gegn B-liði Fjölnis. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðablik fimmtudaginn 19.maí kl.18:00 í Akraneshöll.
Þjálfarar liðsins eru þeir Sigurður Jónsson og Lúðvík Gunnarsson.

 

2.fl.kvenna: Liðið lenti í 5.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. Liðið hefur leikið einn leik í Íslandsmóti þegar þær gerðu 3-3 jafntefli gegn FH. Næsti leikur liðsins er gegn Selfoss/Hamar/Ægir á Selfossi fimmtudaginn 26.maí.
Þjálfari liðsins er Ágúst Hrannar Valsson.

 

3.fl.karla: A-liðið lenti í 6.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. B-liðið lenti í 5.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. Fyrsti leikur liðsins í B-riðli Íslandsmótsins er á laugardaginn kl.13:00 í Akraneshöll. Liðið mun sameinast Víking Ó og leika undir merkjum ÍA/Víkingur Ó í sumar. Það er gert til þess að geta telft fram B-liði í sumar og þannig fái allir sem flest verkefni í sumar.
Þjálfarar liðsins eru þeir Elinbergur Sveinsson og Heimir Eir Lárusson.

 

3.fl.kvenna: A-liðið lenti í 3.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. A2-liðið lenti í 3.sæti í B-riðli Faxaflóamótsins. Liðið hefur leikið einn leik það sem af er Íslandsmóti er þær töpuðu 2-0 fyrir Breiðablik. Næsti leikur liðsins er gegn KA á sunnudaginn kl.12:00 í Akraneshöll.
Þjálfari liðsins er Ágúst Hrannar Valsson.

 

4.fl.karla: A-liðið lenti í 4.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. B-liðið lenti einnig í 4.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. C-liðið tók þátt í 8-manna bolta og lenti liðið líka í 4.sæti þar. Fyrsti leikur liðsins í Íslandsmóti er föstudaginn 20.maí gegn Víking R í Akraneshöll kl.16:00.
Þjálfarar liðsins eru Guðjón Heiðar Sveinsson og Sigurður Jónsson.

 

4.fl.kvenna: A-liðið lenti í 2.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. B-liðið tók þátt í 8-manna bolta og lenti liðið í 3.sæti. Fyrsti leikur liðsins í Íslandsmóti var gegn Breiðablik og tapaðist sá leikur 8-0. Næsti leikur liðsins er gegn Val næstkomandi þriðjudag í Akraneshöll kl.17:00.
Þjálfari liðsins er Skarphéðinn Magnússon.

 

5.fl.karla: Flokkurinn náði þeim glæsilega árangri að vinna Faxaflóamótið í A/B/C/D og D2. Sannarlega glæsilegur árangur hjá strákunum en auk þess lenti C2-liðið í 4.sæti. Liðið hefur leik í Íslandsmóti þegar þeir taka á móti FH í Akraneshöll kl.16:00 sunnudaginn 22.maí.
Þjálfarar liðsins eru Hjálmur Dór Hjálmsson og Kristinn Guðbrandsson.

 

5.fl.kvenna: A-liðið lenti í 7.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. B-liðið lenti í 6.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. C-liðið lenti í 8.sæti í A-riðli Faxaflóamótsins. Fyrstu leikir liðsins í Íslandsmóti fara fram í Akraneshöll fimmtudaginn 26.maí kl.17:00 er liðin mæta Víking R.
Þjálfari liðsins er Kristín Ósk Halldórsdóttir.

Til baka