FH - ÍA í kvöld í Kaplakrika

08.05 2016

Eins og flestum er ljóst hófst Pepsideildin ekki með ákjósanlegasta hætti, með stóru tapi í Vestmannaeyjum í fyrsta leik. Í kvöld bíður strákanna okkar það erfiða verkefni að heimsækja FH í Kaplakrika áður en kemur loks að fyrsta heimaleik á Norðurálsvellinum næstkomandi fimmtudag.

 

FH er með gríðarlega sterkt lið og margir spá því að þeir muni hampa Íslandsmeistaratitlinum í lok leiktíðar. Kaplakrikavöllur hefur líka reynst okkur erfiður heim að sækja, við náðum síðast í stig þar 2007. Hins vegar unnu Skagamenn FH í síðustu viðureign liðanna í fótbolti.net mótinu hér í Akraneshöllinni svo allt getur gerst.

 

Leikurinn er eins og áður sagði í kvöld, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði, og hefst kl. 19:15. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að drífa sig á völlinn og styðja við strákana okkar.

 

Áfram ÍA

Til baka