Æfingaleikur hjá meistaraflokki karla á morgun

02.12 2016

Á morgun, laugardag, kl. 11:00 tekur meistaraflokkur karla á móti Fram í æfingaleik hér í Akraneshöllinni.

 

Það má ætla að bæði lið mæti til leiks með töluvert endurnýjaðan hóp frá því að þau mættust síðast, en sá leikur var í Lengjubikarnum og fór fram í febrúar 2014. Honum leik með eins marks sigri ÍA. Á síðustu fimm árum hafa liðin mæst samtals 6 sinnum. Segja má að þau hafi skipt afrakstrinum afar bróðurlega á milli sín en þau hafa unnið þrjá leiki hvort um sig og markatalan er 6-6.

 

Mætum í Höllina og styðjum strákana!

 

Áfram ÍA

Til baka