Æfingaleikur hjá meistaraflokki kvenna

11.11 2016

Þrátt fyrir að þegar séu komnar tvær fótboltafréttir hér á vefinn fyrir þessa helgina hefur sagan ekki öll verið sögð. Meistaraflokkur kvenna mun nefnilega einnig taka á móti Víkingi Ólafsvík í sínum fyrsta æfingaleik fyrir nýtt tímabil í kvöld kl. 18:45. 

 

Síðustu skráðu leikir á milli félagana voru 2013, þá mættust liðin þrisvar. ÍA hafði þá mikla yfirburði, vann alla leikina og samanlögð markatala var 26-3. Að sögn Helenu Ólafsdóttur þjálfara meistaraflokks ÍA er Víkingur með ungt lið sem stóð sig vel í fyrstu deildinni í sumar, en þá höfuð þær styrkt liðið með útlendingum, svipað og við. Þær komust í úrslitakeppnina í fyrstu deildinni en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Grindavík en eins og öllum er kunnugt féllu okkar stelpur úr Pepsideildinni í haust. Bæði lið munu því leika í nýrri 1. deild næsta sumar.

 

Mætum í Höllina í kvöld og styðjum stelpurnar okkar.

 

Áfram ÍA!

Til baka