Æfingaleikur hjá mfl.kk: ÍA-HK 2-1

14.11 2016

Meistaraflokkur karla hjá ÍA spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu síðastliðinn laugardag í Akraneshöllinni. Ungt lið Skagamanna byrjaði leikinn betur og besta færið fékk Ragnar Már en markvörður HK varði vel í horn. HK tók síðan völdin  og leiddi 0-1 í hálfleik.

 

Tvær breytingar voru gerðar á liði Skagamanna í hálfleik Ísak Máni og Þór LIorens komu inná í stað Hlyns og hins sænska August sem dvelur hjá ÍA fram í desember.

 

Skagamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og gerðu tvö góð mörk. Það fyrra skoraði Bakir þar sem Alexander Már Þorláksson lagði boltann fyrir hann inní vítateig eftir góðan samleik liðsins. Bakir gerði einnih seinna mark liðsins en það skoraði hann með skalla eftir góða sendingu Þórs LIorens.

 

Byrjunarlið ÍA:

Gunnar Bragi

Árni Þór - Chico - Hafþór - Aron Ingi

Kristófer - Helgi J - Hlynur - Ragnar Már

August - Alexander Már

 

Lið ÍA í seinni hálfleik:

Gunnar Bragi (Árni Snær 60. mín)

Árni Þór (Alexander Kára 70. mín) - Ísak Máni - Hafþór - Aron Ingi

Kristófer (Bakir 55. mín) - Chico - Helgi J (Albert H 70. mín) - Þór LIorens

Alexander Már - Ragnar Már (Róbert 75. mín)

Til baka