Æfingaleikur hjá mfl.kvk: ÍA-KR

16.12 2016

Á morgun, laugardaginn 17. desember, fer fram síðasti leikurinn hjá ÍA fyrir jólin þegar meistaraflokkur kvenna fær KR í heimsókn kl. 11:00 í æfingaleik.

 

KR-inga þarf nú ekki að kynna neitt sérstaklega hér á Skaganum, enda skemmst að minnast æsispennandi lokaleiks á tímabilinu hér á Norðurálsvellinum nú í sumar sem því miður tapaðist 2-3 þegar KR tryggði sér áframhaldandi veru í Pepsideildinni með ótrúlegum hætti.

 

Við hvetjum alla Skagamenn til að taka sér pásu frá jólaundirbúningnum, skella sér í Höllina og hvetja stelpurnar til dáða.

 

Áfram ÍA

Til baka