Æfingatímar flokkanna eru komnir á netið

11.09 2015

Æfingatímar flokkanna hafa nú verið settir á undirsíðu hvers flokks. Æfingataflan tekur formlega gildi frá og með 14. september (næskomandi mánudag) og flokkabreytingar munu verða á sama tíma. 

Áslaug Ákadóttir og Þorsteinn Gíslason hætta störfum sem þjálfarar og við þökkum þeim fyrir vel unnin störf, sem og Ingibjörgu Hörpu Ólafsdóttur sem hætti þjálfun hjá okkur síðastliðið vor. 

Helstu breytingar á þjálfurum verða með þeim hætti að Aldís Ylfa Heimisdóttir tekur við þjálfun 6. flokks kvenna af Áslaugu, Ágúst Hrannar Valsson tekur við 3. flokki kvenna af Þorsteini en Skarphéðinn Magnússon tekur við 4. flokki kvenna af Ágústi í staðinn. Tveir þjálfarar verða í 5. flokki karla, en Kristinn Guðbrandsson kemur aftur til starfa sem þjálfari flokksins ásamt Hjálmi Dór Hjálmssyni.

Til baka