“Fínt að fá sem flesta æfingaleiki á þessum árstíma”

15.01 2015

Skagamenn leika sinn annan leik á Fótbolti.net mótinu gegn Breiðablik á laugardaginn og fer leikurinn  fram í Fífunni í Kópavogi . 

Í sínum fyrsta leik á mótinu um síðustu helgi sigruðu þeir Þrótt í Akraneshöllinni  3:1.

„Ég var sáttur með frammistöðu okkar í leiknum  gegn Þrótti. Þetta var mun betra heldur en í æfingaleikjunum fyrir jól.  Þannig að þetta er allt á réttri leið.“ sagði Jón Vilhelm Ákason. 

„Við erum stöðugt að bæta leik okkar og bara frábært að fá sem flesta æfingaleiki. Það eru flestir klárir í leikinn  en smávægileg meiðsli eru samt að hrjá nokkra leikmenn „ sagði Jón Vilhelm.

Jón Vilhelm sagðist eiga von á baráttuleik gegn Blikum og vonaðist að sjálfsögðu eftir sigri en fyrst og síðast væru þetta æfingaleikir þar sem liðin væru að gefa sem flestum tækifæri og leikaðferðum stillt upp.

Leikurinn í Fífunni hefst kl  10:30 á laugardaginn.

Til baka