Flott umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK um knattspyrnubæinn Akranes

11.11 2014

Norðmenn voru í heimsókn á Íslandi á dögunum að leita að leyndarmálinu um hvers vegna Íslendingar séu svona góðir í fótbolta.  Sem hluti af þeirri umfjöllun ákváðu þeir að taka túrinn á Akranes og skoða söguna og taka viðtöl í knattspyrnubænum sem alið hefur af sér tugi atvinnumanna og landsliðsmanna í gegnum árin.  Meðal annars er rætt við hinn 15 ára Arnór Sigurðsson leikmann ÍA sem dreymir um að skora sigurmarkið fyrir Arsenal á Emirates!

Vefmiðillinn Pressan.is hefur hefur þýtt og greint frá umfjölluninni að hluta til og má nálgast greinina hér:  http://www.pressan.is/Ithrottir/lesaithrottafrett/-nordmenn-leita-ad-leyndarmali-a-akranesi---hvers-vegna-eru-islendingar-svona-godir-i-fotbolta

Flott og jákvæð umfjöllun um Akranes og knattspyrnuna í heild sinni og því ber að fagna !

Til baka