Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Þyrils og KFÍA
27.12 2014Árið 2006 gerðu Kiwanisklúbburinn Þyrill og Knattspyrnufélag ÍA með sér samkomulag um samstarf við sölu á flugeldum. Félögin bjóða Akurnesingum og nærsveitungum enn á ný "Alvöru" flugelda þessi áramót á góðu verði. Félögin deila með sér afkomunni af sölu flugeldanna. Sem fyrr rennur allur ágóði Kiwanisklúbbsins til samfélagsins á Akranesi og í nágrenni.
Þetta árið mun útsölustaður flugeldanna verða að Stillholti 23 (við hliðina á Hljómsýn) á Akranesi.
Opnunartímar flugeldasölunnar þetta árið verða sem hér segir:
28. des – frá kl. 13.00-22.00
29. des – frá kl. 13.00-22.00
30. des – frá kl. 10.00-22.00
31. des – frá kl. 10.00-16.00
6. jan – frá kl. 13.00-18.00
Sjá má ítarlega kynningu á flugeldunum inn á: http://www.iaflugeldar.com og www.kiwanisflugeldar.com
Þyrilsfélagar og Knattspyrnufélag ÍA óska Akurnesingum og nærsveitamönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir góðan stuðning á liðnum árum.