Fótbolta.net mótið. Skagamenn mæta ÍBV í leik um 5 sætið

28.01 2015

Skagamenn mæta liði Eyjamanna í leik um 5 sætið á Fótbolta.net mótinu og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni n.k. sunnudag,  1.febrúar kl 14:30.

Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson mætir nú með lærisveina sína úr Eyjum í annað sinn á Skagann á stuttum tíma, en liðin mættust í æfingaleik í Akraneshöllinni skömmu fyrir jól. Eyjamenn sigruðu þá  2:1.

Á Fótbolta.net mótinu leika Stjarnan og Breiðablik til úrslita. Keflavík og FH leika um þriðja sætið. Skaginn og ÍBV um þriðja sætið eins og komið hefur fram.  Loks leika Þróttur R. Og Grindavík um 7.sætið.

Til baka