Fótbolti.net mótið hefst um næstu helgi
05.01 2015Ármann Smári Björnsson, fyrirliði Skagamanna sagðist vera spenntur fyrir þátttöku liðsins í fótbolti.net mótinu sem hefst um næstu helgi með leik gegn Þrótti í Akraneshöllinni.
„Við erum að fara á fyrstu boltaæfinguna í dag eftir jólafríið.“ sagði Ármann Smári. „Við höfum verið að lyfta í jólafríinu og haldið okkur í formi en við förum á fullt í dag og fyrsta verkefnið er fotbolta.net mótið um næstu helgi. Ég veit ekki annað en að mannskapurinn sé í fínu standi og eru örugglega jafn spenntir og ég að taka þátt i alvöru innanhússmóti.“ sagði Ármann Smári.
Fotbolti.net mótið fer nú fram í fimmta sinn og leika Skagamenn í A-riðli með Þrótti, Breiðablik og FH.
Leikirnir eru
ÍA – Þróttur í Akraneshöllinni , laugardaginn 10.janúar kl 11:15
Breiðablik – ÍA í Fífunni ,laugardaginn 17.janúar kl 10:30
ÍA – FH í Akraneshöllinni , laugardaginn 24 janúar kl 11:15
Leikið verður um sæti daganna 27-31 janúar.