Frábært Norðurálsmót að baki

22.06 2015

Knattspyrnufélag ÍA vill þakka öllum þátttakendum á Norðurálsmótinu 2015 fyrir komuna á Akranes. Vonandi var dvölin ánægjuleg og þið eruð öll velkomin hvenær sem er á Skagann. Félagið þakkar einnig hundruð sjálfboðaliða sem hafa lagt mikla vinnu í undirbúning og framkvæmd mótsins. Margar hendur vinna létt verk og í sameiningu sköpum við sterka liðsheild Skagamanna.

Að lokum þá þökkum við styrktaraðilum fyrir stuðninginn og fjölmörgum öðrum er komu að Norðurálsmótinu 2015 fyrir gott samstarf. Nú getum við byrjað að telja niður í næsta mót því fjölmörg félög hafa nú þegar boðað þátttöku á Norðurálsmótinu 2016.

Áfram ÍA

Til baka