Fréttamolar

03.02 2015

Andri Adolphsson  yfirgaf Skagamenn í síðustu viku og gekk til liðs við Val.   Andri lék alls 154 leiki og skoraði 21 mark með meistaraflokki Skagamanna. Hann lék með Skagamönnum upp alla yngri flokka félagsins og lék með yngri landsliðum Ísland.
Andra er þakkað framlag sitt fyrir Skagamenn í gegnum tíðina og óskað velfarnaðar hjá sínu nýja félagi .

 

Vinstri bakvörður Skagamanna, Bretinn  Darren Lough er kominn aftur á Skagann eftir dvöl  í Bretlandi  frá því í s.l. haust  Hann lék sinn fyrsta leik með Skagamönnum gegn ÍBV á sunnudag.

 

Þeir Marko Andelkovic og Arsenij Buinickij, sem Skagamenn sömdu við nýlega eru væntanlegir til liðs við Skagamenn í byrjun mars.    Eins og komið hefur fram er Marko frá Serbíu og vinstri fótar miðvallarleikmaður.  En Arsenij er framherji  frá Litháen og lék með KA síðastliðið sumar og skoraði fyrir þá 10 mörk.

 

Knattspyrnufélag ÍA auglýsti fyrir skömmu eftir þjálfara í fullt starf í 7 og 11 manna bolta hjá yngstu iðkendum félagsins. Þeir hafa nú ráðið Skarphéðinn Magnússon sem þjálfara flokksins. En Skarphéðinn hefur lagt stund á tómstunda og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og útskrifast í vor.

 

Að lokum minnum við á aukaaðalfund knattspyrnufélags ÍA, sem haldinn verður í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum fimmtudaginn 5.febrúar n.k.   Á dagskrá fundarins er tillaga að lagabreytingum.   Aðalfundur félagsins verður síðan haldinn á sama stað fimmtudaginn 19.febrúar.

 
 

Til baka