Ragnar Már Lárusson gengur í raðir ÍA
30.07 2015 | ForsíðaSkagamenn hafa fengið liðsstyrk fyrir lokaátökin í Pepsi deild karla en hinn ungi og efnilegi Ragnar Már Lárusson hefur gengið í raðir félagsins. Ragnar sem er 18 ára, er uppalinn Skagamaður og hefur verið á mála hjá enska liðinu Brighton undanfarin tvö ár en hann kemur á lánssamningi til…
Gríðarlega mikilvægur sigur á Leikni í kvöld
26.07 2015 | ForsíðaSkagamenn fengu Leiknismenn í heimsókn í kvöld og endaði leikurinn með 2-1 sigri okkar manna. Leikurinn hófst frekar varfærnislega enda bæði lið í fallbaráttu og máttu ekki við tapi. Nokkur færi komu á báða bóga en það var á 38. mínútu leiksins sem Skagamenn komust yfir með marki frá…
Skagamenn fá Leiknismenn í heimsókn
24.07 2015 | ForsíðaNæsti leikur meistaraflokks karla verður á Norðurálsvelli sunnudagskvöldið 26. júlí kl. 19:15 þegar strákarnir fá Leikni í heimsókn. Það er bókað mál að þetta verður baráttuleikur, en Leiknismenn eru ábyggilega ekki búnir að gleyma því að ÍA fór heim með stigin 3 frá Leiknisvellinum í byrjun sumars. Nú verða…
Jafntefli hjá stelpunum gegn HK/Víking
23.07 2015 | ForsíðaStelpurnar mættu HK/Víking í 1. deild kvenna á Víkingsvelli í gærkvöldi. Um hörkuleik var að ræða en HK/Víkingur var sterkari aðilinn framan af enda í toppsæti riðilsins. Þrátt fyrir það var vörn ÍA sterk og liðið fékk nokkur færi sem ekki náðist að nýta. Staðan var því markalaus í…
Skagastelpur heimsækja HK/Víking á morgun
21.07 2015 | ForsíðaMeistaraflokkur kvenna mætir HK/Víking í sjöunda leik ÍA í 1. deild á Víkingsvelli á morgun en leikurinn hefst kl. 20:00. Stelpurnar náðu jafntefli gegn Augnablik í síðustu umferð og þær þurfa góðan sigur á morgun til að halda sig í efri hluta riðilsins en 10 stig eru í HK/Víking…
Dýrmætt stig í Garðabænum
18.07 2015 | ForsíðaSkagamenn heimsóttu Stjörnumenn í Garðabæinn í dag og endaði leikurinn með jafntefli 1-1. Stjörnumenn hófu leikinn af krafti og áttu Skagamenn í vök að verjast á löngum köflum þó við fengum gott færi snemma leiks en þá átti Ármann Smári Björnsson góðan skalla sem markvörður Stjörnunnar varði vel. Heimamenn…
Skagamenn heimsækja Stjörnumenn á morgun
17.07 2015 | ForsíðaÁ morgun hefst seinni helmingur Íslandsmótsins í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn heimsækja Stjörnuna á Samsungvellinum kl. 16:00. Fyrr í sumar unnu Stjörnumenn okkur á heimavelli mjög naumlega 0-1. Um mikilvægan leik er að ræða fyrir okkar menn til að halda áfram góðu gengi og koma okkur lengra frá fallbaráttunni.…
Fulltrúi ÍA á Norðurlandamóti
17.07 2015 | ForsíðaNú hefur verið hópurinn verið valinn sem keppa mun fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U17 ára landsliðs karla. Arnór Sigurðsson hefur verið valinn í hópinn fyrir hönd ÍA. Við óskum honum til hamingju með valið og óskum honum og hinum strákunum í landsliðinu að sjálfsögðu allrar velgengni á mótinu.…
Maður leiksins hjá ÍA gegn ÍBV
15.07 2015 | ForsíðaSíðastliðinn sunnudag vann meistaraflokkur karla mikilvægan sigur á ÍBV, 3-1, á Norðurálsvellinum. Arnar Már Guðjónsson, sem meðal annars skoraði jöfnunarmarkið fyrir ÍA, var valinn maður leiksins og hlaut hann að launum glæsilegt málverk eftir listamanninn Bjarna Þór. Bjarni Þór er sjálfsagt vel kunnur öllum Skagamönnum og fleirum til,…
Mikilvægur sigur á Eyjamönnum í kvöld
12.07 2015 | ForsíðaSkagamenn mættu liði Eyjamanna í kvöld á Norðurálsvellinum og endaði leikurinn með mikilvægum heimasigri 3-1. ÍBV hóf leikinn af krafti og komst yfir á 11. mínútu eftir vandræðagang í vörninni. Okkar menn komust svo hægt og rólega inn í leikinn og sköpuðu sér nokkur ágæt færi. Það var svo…
Skagamenn taka á móti Eyjamönnum á morgun
11.07 2015 | ForsíðaÁ morgun klárast fyrri helmingur Pepsi-deildar karla þegar Skagamenn taka á móti Eyjamönnum á Norðurálsvellinum kl. 17:00 í 11. umferð. Um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða fyrir okkar menn til að koma okkur lengra frá fallbaráttunni og halda áfram með góða spilamennsku sem liðið hefur sýnt upp á…
Jafntefli gegn Augnablik í gærkvöldi
10.07 2015 | ForsíðaStelpurnar mættu Augnablik í 1. deild kvenna í Fífunni í gærkvöldi. Um hörkuleik var að ræða en fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill þrátt fyrir nokkur góð færi. Góð barátta var í liðinu og spilamennskan með ágætum en það vantaði herslumuninn í vítateig andstæðinganna. Staðan í hálfleik var því markalaus.…

“Ekkert annað en sigur er á dagskrá hjá okkur”
09.07 2015 | ForsíðaNæstkomandi sunnudag leika Skagamenn gegn liði Eyjamanna á Norðurálsvellinum. Þarf ekki að orðlengja það að leikurinn er afar mikilvægur báðum liðum. Skagamenn eru staðráðnir í því að gefa allt í leikinn og tryggja sér stigin þrjú á heimavelli. Að þessum leik loknum er keppni í Pepsídeildinni hálfnuð. Við heyrðum…
Skagastelpur mæta Augnablik á morgun
08.07 2015 | ForsíðaMeistaraflokkur kvenna mætir Augnablik í sjötta leik ÍA í 1. deild í Fífunni í Kópavogi á morgun en leikurinn hefst kl. 20:00. Stelpurnar náðu jafntefli gegn Keflavík í síðustu umferð og þær þurfa góðan sigur á morgun til að halda sig í toppbaráttunni en fimm stig eru í HK/Víking…

Askja og KFÍA áfram í samstarfi
07.07 2015 | ForsíðaKnattspyrnufélag ÍA og Bílaumboðið Askja, KIA á Íslandi, hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til 3ja ára. Askja hefur í mörg ár verið einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnunnar á Akranesi og er það félaginu mikið ánægjuefni að svo sé áfram. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, er einnig ánægður með samstarfið við KFÍA…
Jafntefli gegn Keflavík í kvöld
03.07 2015 | ForsíðaStelpurnar mættu Keflavík í 1. deild kvenna á Nettóvellinum í kvöld. Um hörkuleik var að ræða en við byrjuðum illa því strax á 7. mínútu fékk Hulda Margrét Brynjarsdóttir beint rautt spjald eftir brot á leikmanni Keflavíkur. Keflavík skoraði svo strax í kjölfarið og byrjunin ekki góð hjá okkar…
Arnór Snær framlengir við ÍA
02.07 2015 | ForsíðaArnór Snær Guðmundsson varnarmaður hefur framlengt samning sinn við ÍA um 2 ár og gildir hann út tímabilið 2017. Arnór Snær er 22 ára gamall og kom frá Aftureldingu haustið 2014 og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu og spilaði hann sinn fyrsta leik árið 2009 þá…
Orkumótið í Vestmannaeyjum 2015
01.07 2015 | 6. flokkur karlaOrkumótið í Eyjum 2015 var haldið 24.-27. júní síðastliðinn. Þangað hélt vaskur hópur drengja af eldra ári í 6. flokki, 36 talsins. Strákarnir stóðu sig vel á mótinu, eitt liðið spilaði m.a. til úrslita um Stórhöfðabikarinn en leikurinn tapaðist naumlega. Einn af iðkendum okkar, Daníel Breki Bjarkason var valinn…
Skagastelpur mæta Keflavík á morgun
01.07 2015 | ForsíðaMeistaraflokkur kvenna mætir Keflavík í fimmta leik ÍA í 1. deild á Nettóvellinum í Keflavík á morgun en leikurinn hefst kl. 20:00. Stelpurnar stóðu sig virkilega vel í síðasta leik þegar þær unnu ÍR/BÍ/Bolungarvík 5-0 og þær þurfa góðan sigur á morgun til að halda sig í toppbaráttunni en…