Frumherji og KFÍA endurnýja samstarf sitt til 3ja ára
07.05 2015Knattspyrnufélag ÍA og Frumherji hafa gert nýjan 3ja ára samstarfssamning, en Frumherji hefur verið einn af samstarfsaðilum KFÍA í mörg ár. Af þessu tilefni var skrifað undir samninginn í skoðunarstöð Frumherja á Akranesi og tekin meðfylgjandi mynd af Orra Hlöðverssyni, framkvæmdastjóra Frumherja og Haraldi Ingólfssyni, framkvæmdastjóra KFÍA.