Fulltrúi ÍA á Norðurlandamóti
17.07 2015Nú hefur verið hópurinn verið valinn sem keppa mun fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U17 ára landsliðs karla. Arnór Sigurðsson hefur verið valinn í hópinn fyrir hönd ÍA. Við óskum honum til hamingju með valið og óskum honum og hinum strákunum í landsliðinu að sjálfsögðu allrar velgengni á mótinu.
Mótið mun fara fram í Svíþjóð 4.-9. ágúst næstkomandi og mótherjar Íslands í riðlinum verða Bandaríkjamenn, Færeyingar og gestgjafarnir Svíar.