Fyrsta tap Skagamanna í Lengjubikarnum.
12.03 2015Skagamenn töpuðu sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum þegar þeir léku gegn Val í Egilshöllinni í kvöld.
En leiknum lauk með sigri Valsmanna 3:1.
Valsmenn skoruðu öll mörk sín í fyrri hálfleik og leiddu því 3:0 í hálfleik.
En það var hinn ungi og efnilegi Albert Hafsteinsson sem minnkaði muninn fyrir Skagamenn í síðari hálfleik.
En Skagamenn fengu ágætis færi til þess að komast betur inn í leikinn í hálfleiknum. En þá björguðu Valsmenn á marklínu skoti frá Ásgeiri Marteinssyni og á lokamínútunni átti Arnar Már Guðjónsson skot í þverslá.
Þrátt fyrir tapið er staða Skagamanna í riðlinum góð og trjóna þeir í efsta sæti með 12 stig. Fjórum stigum á undan Val, sem á reyndar leik til góða.
Skagamenn eiga tvo leiki eftir í riðlinum gegn Keflvíkingum og Fjarðarbyggð.
Lið Skagamanna var þannig skipað.
Árni Snær Ólafsson - Teitur Pétursson (Steinar Þorsteinsson 78.mín.), Arnór Snær Guðmundsson, Gylfi Veigar Gylfason, Darren Lough - Marko Andelkovic (Arnar Már Guðjónsson 46.mín.), Jón Vilhelm Ákason (Ásgeir Marteinsson 39.mín), Albert Hafsteinsson, Eggert Kári Karlsson, Arenij Buinickij (Þórður Þorsteinn Þórðarson 78.mín), Garðar Bergmann Gunnlaugsson.